SÚRKÁL OG KIMCHI

Fimmtudagur 3. janúar 2019 0

Fyrir nokkru síðan fór ég að bæta súrkáli inn í mataræðið þar sem það er mjög hollt. Súrkál hjálpar til við að byggja upp og viðhalda hollri magaflóru sem er sagður grunnurinn að góðri heilsu. Súrkál og Kimchi er stútfullt af góðum bakteríum. Ég byrjaði á því að prófa mjög góða tegund á GLÓ. Seinna fann ég nýja tegund úti í matvöruverslun. Það eru meira að segja til ódýrir pokar í grænmetiskælinum úti í næstu matvöruverslun. Ég hef keypt þannig poka og einfaldlega sett súrkálið í glerkrukku og inn í ísskáp. Seinna fann ég grúppu á Facebook og áhuginn minn jókst. Grúppan heitir Súrkál og annað mjólkursýrt grænmeti þar er fólk að pósta ýmsum upplýsingum um hvernig það er hægt að útbúa súrkál.

Garðyrkjufélag Íslands hefur verið með áhugaverð námskeið um gerð súrkáls. Á námskeiðunum er þátttakendum kennt að útbúa súrkál og fá einnig að smakka á 15-20 tegundum af súrkáli. Ég hef ekki komist en er að fylgjast með því mig langar mikið að skrá mig.

Mig langar að prófa mig áfram og er að hugsa um að prófa að búa til Kimchi sem er svipað nema með chili sem sagt sterkt og gott. Ég ætla að prófa þessa uppskrift og sjá hvernig mér tekst til. Þetta er gott að eiga inni í ísskáp sem meðlæti.

Mynd: Jenny Mustard