Ellie Gill

Mánudagur 23. apríl 2018 0

Um næstu helgi stefni ég á að fara til Bretlands á námskeið hjá förðunarmeistaranum Ellie Gill. Námskeiðið heitir„Natural Beauty“ Master Class og er allt um náttúrulegar snyrtivörur.

Ellie Gill er einnig nuddari og mikil áhugamanneskja um náttúrulegar snyrtivörur eins og ég sjálf þannig ég hlakka mikið til að hitta hana. Ég hef fylgst með henni á Instagram og á You Tube.

Námskeiðið er haldið í bænum Lewis sem er um 90 mín fyrir utan London í eins konar jurtaapóteki sem heitir A.S. Apotheracy. þar eru útbúnar náttúrulegar snyrtivörur, náttúrulegir ilmir og fleira.

Ég flýg til London og ætla að eyða einum degi þar að skoða nokkrar verslanir sem sérhæfa sig í náttúrulegum snyrtivörum. Ég er mjög spennt að fara á námskeiðið og viss um að það verði mjög fróðlegt og skemmtilegt.

Ég mun setja inn myndir í Instastories á @mstoreiceland á Instagram þannig þið getið fylgst með.

I am a Sex Goddess

Mánudagur 19. mars 2018 0

 

Ég hef alltaf haft notað og haft áhuga á ilmvötnum sem eru ekki svo auðfáanleg. Ég nota svona 2-4 flöskur af einhverri tegund og svo kaupi ég aðra og breyti til. Stundum kaupi ég aftur eldri tegund ef ég get ekki sleppt og á svona auka, en yfirleitt nota ég einungis einn ilm í einu. Sem unglingur notaði ég lengi ilmvatn frá Agnes B. sem fékkst eingöngu í verslun hennar í Paris. Ég man að það var þvílíkt vesen að nálgast ilmvatnið því það var fyrir tíma internetsins en það gerði það bara enn meira spennandi.

Núna hef ég notað Santal 33 frá Le Labo í mörg ár og búin með fjórar stórar flöskur því ég fíla það svo vel. Santal 33 er það algjör „secret cult“ ilmur og það allra vinsælasta í Los Angeles og víðar. Þar áður notaði ég nokkrar flöskur af Untitled frá Maison Martin Margiela. Ég er endalaust spurð hvaða ilmvatn ég er með þegar ég er með Untitled og Santal 33 enda eru þau bæði einstaklega góð.

Lengi vel notaði ég Moonstone roll-on olíu sem dætur mínar gáfu mér í jólagjöf. Olían var keypt í versluninni Kisunni á Laugavegi þegar sú sæta verslun var starfandi. Eftir það pantaði ég olíuna á vefversluninni Lucky Scent og keypt öll mín ilmvötn þaðan þar sem síðan er afar notendavæn og þjónustan frábær. Nú þarf ég að fara panta Santal 33 aftur því ég get ekki hugsað mér að hætta strax. Kannski ætti ég að kaupa Bergamonte 22 frá La Labo í leiðinni því hún er líka mjög góð. Sennilega meira fyrir sumarið þar sem hún er léttari.

Lucky Scent síðan er með svo greinagóðar upplýsingar um innihaldið að ég hef oft keypt ilmvötn án þess að hafa prófað því ég veit hvaða innihald ég vil hafa. Mýkt, smá krydd eins og sandalwood, cedar, vanilla, jasmine, cedarwood, vetiver, musk og fleira.

Svo sá ég myndband frá Caroline Hirons þar sem hún talar um ilmvatn sem henni finnst geggjað (@ 26:25). Ilmvatnið er frá Neotantric Fragrances og heitir (I am) a Sex Goddess. Reyndar alltaf uppselt allstaðar þannig það hlýtur að vera mjög gott. Um daginn var ég voða glöð að sjá áminningu frá amazon um að eitt glas væri komið í sölu en ég var því miður of sein þannig og nú er ég komin með þráhyggju! Ilmurinn inniheldur:

Top Notes: Peach, Blackcurrant, Pink Pepper, Lemon.
Middle Notes: Tuberose, Jasmine, Raspberry, Rose.
Base Notes: White Musk, Patchouli, Vanilla, Sandalwood.

Í dag fékk ég póst frá fyrrum starfsmanni mínum sem býr í Svíþjóð (ilmvatnið er þaðan) og ég notaði auðvitað tækifærið og spurði hana hvort hún hefði einhvertímann séð þennan ilm? Hún sagðist ganga fram hjá versluninni af og til og það væri lítið mál að kaupa fyrir mig eitt stykki. Nokkrum mínútum seinna seinna sendi hún mér póst og sagðist vera búin að kaupa ilmvatnið! Flaskan er að fara í póst og ég bíð spennt eftir að prófa. Winning!!

Yolanda Hadid

Föstudagur 16. mars 2018 0

 

Yolanda Hadid úr Beverly Hills Housewives og mamma Gigi og Bellu Hadid hefur barist við Lyme sjúkdóminn síðastliðin 7 ár. Hún borðar mjög holla fæðu og hér að ofan sýnir hún Bazaar hvað hún borðar yfirleitt yfir daginn. Mér fannst súpan sem hún gerir í kvöldmat svo einföld og sniðug með grænkálinu og svo er auðvitað hægt að skipta út kjúklingasoðinu fyrir grænmetissoð.

grænmetissoð
Laukur
sellerí
hvítlaukur
gulrætur
kúrbítur
salt & pipar
grænkál
næringager

Hún er alltaf jafn glæsileg og jákvæð eins og sést í viðtalinu hér að neðan þar sem hún ræðir um nýja þáttinn sinn Making A Model sem var frumsýndur 11. janúar á þessu ári.

Óskarinn 2018

Mánudagur 5. mars 2018 0

Það kom mér á óvart hvað mér fannst hár og förðun lítið spennandi þetta árið á óskarsverðlaunahátíðinni í Hollywood. Meira að segja var ég ekkert sérstaklega hrifin af kjólunum þannig ég ætla ekkert að fara út í þetta nánar.

Það voru þó nokkrar sem mér fannst skarta fallegri förðun eins og Emely Blunt, Margot Robbie en sú sem mér fannst bera af var Zendaya. Hún var með brún smokey augu með gylltu ívafi og ljósum varaglossi. Súkkulaðibrúnn kjóll frá Giambattista Valli og hár og skart var alveg „on point“ fyrir mig.

Skin Food

Föstudagur 2. mars 2018 0

Ef það er eitthvað krem sem er „must“ að eiga í snyrtibuddunni þá er það gamla góða Skin Food kremið frá Weleda. Kremið var fyrst framleitt árið 1926 og er orðin klassík og notað af fagfólki í tískubransanum og stjörnum eins og Victoria Beckham, Julia Roberts, Madonna og Alexa Chung. Rihanna hefur meira að segja pantað nokkrar túpur sem hún tekur með í handsnyrtingu.

Kremið er 100% náttúrulegt og inniheldur blöndu af camilliu olíu, calendula, Chamomile, Pandy og Sweet Almond olíu til að mýkja og næra húðina. Það eru engin óæskileg innihaldsefni eins og paraben, geymsluefni, litarefni né ilmefni. Kremið líkist helst smyrsli þar sem það er frekar þykkt en samt gengur það hratt og vel inn í húðina. Skin Food er fjölnota og ekki eingöngu á andlit heldur einnig fyrir þurra húð á höndum og fótum, á olnboga og hné. Sem bossakrem og á exem, naglabönd og þurra hárenda. Frábært sem næturmaski fyrir þurra húð og auðvitað sem rakakrem og/eða primer undir farða. Einnig er fallegt að dúbba kreminu á kinnbein til að fá náttúrulegan ljóma án glimmers og sanseringu.

Smá tip! Ég elska að blanda kreminu saman við Aussie Bronzer brúnkukremið mitt og stundum við steinefnapúðrið mitt til að fá meiri þekju. Báðar þessar vörur koma inn á M Store á næstu dögum.

Myndir: eurgo, louisedartfordgreenbeauty, ohyeahbaby etc.

SQUASH PASTA

Mánudagur 12. febrúar 2018 0

Þetta er einn af uppáhalds pastaréttunum mínum akkúrat núna. Í réttinn þarf gott pasta eins og t.d. þetta í brúnu pokunum frá Rustichella d´abruzzo. Spergilkál, „butternut“ grasker, egg, parmesan, olívuolíu, rosmarín, timían, sjávarsalt og nýmalaðan pipar.

Ég byrja á því að afhýða graskerið og skera í bita. Set graskerið í ofnskúffu og helli yfir ólívuolíu og krydda. Það er best er að nota ferskar kryddjurtir en ef ég á þær ekki til þá nota ég þurrkaðar. Það er fínt að setja graskerið inn í ofn á ca. 180° í 35-40 mínútur. Mér finnst gott að hafa það vel ristað.

Á meðan graskerið er í ofninum sker ég spergilkálið í bita, sýð vatn fyrir pastað og raspa niður parmesan ostinn. 10 mínútur áður en graskerið er tilbúið set ég pastað út í vatnið og rétt áður en pastað er tilbúið ca. 2-3 mínútum áður set ég spergilkálið í vatnið með pastanu. Ég tek alltaf 1/2 dl af soði og set til hliðar áður en ég sigta vatnið frá. Pastað og spergilkálið fer í stóra skál og svo brýt ég eggið strax yfir og mixa vel saman. Síðan fer „butternut“ graskerið út á (stundum er gott að setja smá af soðinu yfir pastað). Að lokum fer parmesan osturinn yfir og allt mixað saman. Þetta ber ég fram með hvítlauksbrauði sem ég geri oftast sjálf.

SAFI FRÁ JENNU D TATUM

Föstudagur 9. febrúar 2018 0

Jenna Dewan Tatum sýnir okkur hvernig hún gerir grænan drykk sem hún drekkur á hverjum morgni. Hún notar fullt af grænmeti og ávöxtum og segir spirulinu duft aðal málið.

2 bollar vatn
handfylli af Romaine salati
handfylli af spínati
2 stilkar af sellerí
1/2 gúrka
1 epli
1 banani
1 pera
Safi úr einni sítrónu

Blandið í um 15 sekúndur.

Fennel

Miðvikudagur 7. febrúar 2018 0

Þegar ég var að undirbúa matinn í kvöld datt mér í hug að taka myndir af fennelrótinni og setja inn uppskrift af hvernig ég útbý hana sem meðlæti. Rótin er næringarmikil og frábær með ýmsum réttum. Í kvöld setti ég blandað salat á disk með rauðri papriku, tómötum, lágperu, graskersbuffi og heimagerðu grænu pesto. Ég tók myndir af rótinni og eldaði svo matinn fyrir mig og dóttur mína. Þegar við vorum að klára matinn segir dóttir mín „hvar er fennelrótin?“ en ég hafði gleymt henni á eldhúsborðinu eftir að hafa tekið myndirnar. Þar sem okkur finnst hún svo góð borðuðum við hana einfaldlega eftir matinn.

Þegar ég elda rótina þá geri ég það oftast á einfaldan hátt með því að skera hana í sneiðar og mýki á pönnu í góðri olívuolíu með grófu sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar.

Svona til gamans fyrir ykkur sem eigið hunda þá get ég sagt ykkur að þegar ég sker efsta hlutann af rótinni (stangirnar) þá gef ég hundunum mínum þær til að naga og þeim finnst það algjört nammi. Fennelrót er mjög holl fyrir hunda og kemur líka í veg fyrir andremmu.

 

 

iherb í desember

Mánudagur 5. febrúar 2018 0

Með aukinni tækni hefur verslunarmynstur breyst og færst yfir á netið. Íslendingar hafa verið dálítið seinir að taka við sér að panta af netinu en það er sennilega vegna hversu há gjöld við höfum þurft að greiða. Hefðbundnar verslanir eru að færa verslunarhætti sína yfir á netið samfara hefðbundinni verslun eins og t.d. Netto og smærri verslanir að færa viðskiptin alfarið yfir á netið eins og ég gerði með mína verslun Mstore. Fyrir nokkrum árum varð umbylting í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu og nú verslar fólk heilmikið á netinu og fær sent heim að dyrum. Pantanir eru komnar eftir einungis 1-2 daga og ekkert mál skila og skipta vörum. Pakkarnir koma jafnvel með drónum og mér skilst að fyrirtækið aha á Íslandi sé búið að festa kaup á drónum til að senda mat til viðskiptavina.

Sjálf er ég farin að kaupa ýmislegt á netinu eins og fatnað, matvöru og bætiefni. Ég panta reglulega á iherb og get mælt með því þar sem þeir eru með fínt vöruúrval og þjónustan góð. iherb selur m.a. bætiefni, matvöru, hreinlætisvörur og snyrtivörur. Þeir bjóða að auki svokallaðan 5% „loyality“ afslátt ef það er pantað reglulega þ.e. innan 90 daga, svo er alltaf hægt að finna tilboð og afsláttarkóða víðsvegar á netinu. Ástæðan fyrir því að ég fór að panta á iherb er sú að ég sá að C-vítamín duftið sem ég kaupi reglulega var meira en helmingi ódýrara hjá þeim.

Bætiefnin sem ég kaupi reglulega eru C-vítamín duft (fyrir húðina), B12, D3, magnesíum, Hyaluronic acid (fyrir húðina) og svo önnur vítamín sem ég tek öðru hvoru. Fyrir stuttu prófaði ég Glucosamine Chondroitin MSM með OptiMSMNew Chapter, Zyflamend Whole Body og Bodyflex við gigt og ég er allt önnur (verkirnir farnir). Svo er til heilmikið af alls konar „condiments“ eða meðlæti, prótein- og múslistöngum og hollu snakki. Sem dæmi þá er helmingi ódýrara að kaupa macadamia hnetupoka frá NOW og Chocolate xoxo súkkulaði og svona má lengi telja. Hér að neðan eru vörurnar sem ég keypti í desember sl. og borgaði að mig minnir um 9.500kr. með afslættinum mínum og sendingargjaldið var um 600kr. með DHL.

Til að fá 5% afslátt í fyrsta skipti hjá iherb notið kóðann: RET5559

 

Pixi – Glow Tonic
Tóner með 5% glycolic sýru (alpha hydroxy sýra minni sameindir sem vinna dýpra dýpra).
Gently exfoliates to remove dead skin cells, revealing healthy glowing skin.

Acure Organics – Brilliantly Brightening Facial Scrub
Mér finnst gaman að prófa nýjar snyrtivörur og þessi skrúbb er ódýr og góður.
„Seas“ the day with natural exfoliation from the ocean. Sea kelp super-nutrients soften and detoxify, while lemon peel and French green clay cleanse without stripping away natural moisture.

Mrs. Meyers Clean Day – Scented Soy Candle, Lemon Verbena Scent
Mjög góð kerti á góðu verði og þetta Lemon Verbena kaupi ég fyrir eldhúsið.
 Non-metal lead-free wick. Cruelty-Free and are not tested on animals.

Mrs. Meyers Clean Day – Daily Bar Soap, Basil Scent
Elska þessa sápu með basil og nota hana í sturtunni. Kaupi aftur og aftur!
Aromatherapeutic. Rainforest Alliance Certified. Basil, cool, crisp and fragrant. This favored garden variety is known to revive the senses clear the head and calm the nerves.

GrabGreen – Automatic Dishwashing Detergent Pods, Thyme with Fig Leaf
Þar sem ég hef ekki áhuga á að þvo leirtauið upp úr eitri kaupi ég þetta eiturefnalausa.
Naturally-Derived Ingredients, Non-Toxic Formula, Superior Cleaning, Powerful Grease Remover, Brilliant Shine, Free of Phosphates, No Chlorine or Dyes, Highly Concentrated Dishwashing Detergent Pods, No Animal Testing.

Nutiva – Organic Coconut Manna, Coconut Butter
Þetta er kókos-SMJÖR og ég get hreinlega borðað það upp úr krukkunni það er svo gott.
The creamy, coconut flavor of manna is perfect in smoothies, sauces, desserts and baked goods. It’s the ideal „everything“ spread. Use in place of coconut or almond milk in smoothies.

Hipster kaffihús

Föstudagur 2. febrúar 2018 0

Cereal Killer Cafe  byrjaði sem litið kaffihús í London. Alan og Gary Keery áttu hugmyndina að opna kaffihús og bjóða eingöngu upp á morgunkorn eftir að hafa rekið sig á að geta ekki pantað það á veitingastöðum. Nafnið er auðvitað dálítið skondið þar sem það hljómar eins og serial killer.

Viðskiptavinir geta valið úr yfir 120 tegundum af morgunkorni sem koma víðsvegar að úr heiminum. Sjá matseðilinn hér. Það er iðulega röð út að dyrum og alveg örugglega þess virði að gera sér ferð þangað „when in London“. Góða helgi!