Óskarinn 2018

Mánudagur 5. mars 2018 0

Það kom mér á óvart hvað mér fannst hár og förðun lítið spennandi þetta árið á óskarsverðlaunahátíðinni í Hollywood. Meira að segja var ég ekkert sérstaklega hrifin af kjólunum þannig ég ætla ekkert að fara út í þetta nánar.

Það voru þó nokkrar sem mér fannst skarta fallegri förðun eins og Emely Blunt, Margot Robbie en sú sem mér fannst bera af var Zendaya. Hún var með brún smokey augu með gylltu ívafi og ljósum varaglossi. Súkkulaðibrúnn kjóll frá Giambattista Valli og hár og skart var alveg „on point“ fyrir mig.

Skin Food

Föstudagur 2. mars 2018 0

Ef það er eitthvað krem sem er „must“ að eiga í snyrtibuddunni þá er það gamla góða Skin Food kremið frá Weleda. Kremið var fyrst framleitt árið 1926 og er orðin klassík og notað af fagfólki í tískubransanum og stjörnum eins og Victoria Beckham, Julia Roberts, Madonna og Alexa Chung. Rihanna hefur meira að segja pantað nokkrar túpur sem hún tekur með í handsnyrtingu.

Kremið er 100% náttúrulegt og inniheldur blöndu af camilliu olíu, calendula, Chamomile, Pandy og Sweet Almond olíu til að mýkja og næra húðina. Það eru engin óæskileg innihaldsefni eins og paraben, geymsluefni, litarefni né ilmefni. Kremið líkist helst smyrsli þar sem það er frekar þykkt en samt gengur það hratt og vel inn í húðina. Skin Food er fjölnota og ekki eingöngu á andlit heldur einnig fyrir þurra húð á höndum og fótum, á olnboga og hné. Sem bossakrem og á exem, naglabönd og þurra hárenda. Frábært sem næturmaski fyrir þurra húð og auðvitað sem rakakrem og/eða primer undir farða. Einnig er fallegt að dúbba kreminu á kinnbein til að fá náttúrulegan ljóma án glimmers og sanseringu.

Smá tip! Ég elska að blanda kreminu saman við Aussie Bronzer brúnkukremið mitt og stundum við steinefnapúðrið mitt til að fá meiri þekju. Báðar þessar vörur koma inn á M Store á næstu dögum.

Myndir: eurgo, louisedartfordgreenbeauty, ohyeahbaby etc.

SQUASH PASTA

Mánudagur 12. febrúar 2018 0

Þetta er einn af uppáhalds pastaréttunum mínum akkúrat núna. Í réttinn þarf gott pasta eins og t.d. þetta í brúnu pokunum frá Rustichella d´abruzzo. Spergilkál, „butternut“ grasker, egg, parmesan, olívuolíu, rosmarín, timían, sjávarsalt og nýmalaðan pipar.

Ég byrja á því að afhýða graskerið og skera í bita. Set graskerið í ofnskúffu og helli yfir ólívuolíu og krydda. Það er best er að nota ferskar kryddjurtir en ef ég á þær ekki til þá nota ég þurrkaðar. Það er fínt að setja graskerið inn í ofn á ca. 180° í 35-40 mínútur. Mér finnst gott að hafa það vel ristað.

Á meðan graskerið er í ofninum sker ég spergilkálið í bita, sýð vatn fyrir pastað og raspa niður parmesan ostinn. 10 mínútur áður en graskerið er tilbúið set ég pastað út í vatnið og rétt áður en pastað er tilbúið ca. 2-3 mínútum áður set ég spergilkálið í vatnið með pastanu. Ég tek alltaf 1/2 dl af soði og set til hliðar áður en ég sigta vatnið frá. Pastað og spergilkálið fer í stóra skál og svo brýt ég eggið strax yfir og mixa vel saman. Síðan fer „butternut“ graskerið út á (stundum er gott að setja smá af soðinu yfir pastað). Að lokum fer parmesan osturinn yfir og allt mixað saman. Þetta ber ég fram með hvítlauksbrauði sem ég geri oftast sjálf.

SAFI FRÁ JENNU D TATUM

Föstudagur 9. febrúar 2018 0

Jenna Dewan Tatum sýnir okkur hvernig hún gerir grænan drykk sem hún drekkur á hverjum morgni. Hún notar fullt af grænmeti og ávöxtum og segir spirulinu duft aðal málið.

2 bollar vatn
handfylli af Romaine salati
handfylli af spínati
2 stilkar af sellerí
1/2 gúrka
1 epli
1 banani
1 pera
Safi úr einni sítrónu

Blandið í um 15 sekúndur.

Fennel

Miðvikudagur 7. febrúar 2018 0

Þegar ég var að undirbúa matinn í kvöld datt mér í hug að taka myndir af fennelrótinni og setja inn uppskrift af hvernig ég útbý hana sem meðlæti. Rótin er næringarmikil og frábær með ýmsum réttum. Í kvöld setti ég blandað salat á disk með rauðri papriku, tómötum, lágperu, graskersbuffi og heimagerðu grænu pesto. Ég tók myndir af rótinni og eldaði svo matinn fyrir mig og dóttur mína. Þegar við vorum að klára matinn segir dóttir mín „hvar er fennelrótin?“ en ég hafði gleymt henni á eldhúsborðinu eftir að hafa tekið myndirnar. Þar sem okkur finnst hún svo góð borðuðum við hana einfaldlega eftir matinn.

Þegar ég elda rótina þá geri ég það oftast á einfaldan hátt með því að skera hana í sneiðar og mýki á pönnu í góðri olívuolíu með grófu sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar.

Svona til gamans fyrir ykkur sem eigið hunda þá get ég sagt ykkur að þegar ég sker efsta hlutann af rótinni (stangirnar) þá gef ég hundunum mínum þær til að naga og þeim finnst það algjört nammi. Fennelrót er mjög holl fyrir hunda og kemur líka í veg fyrir andremmu.

 

 

iherb í desember

Mánudagur 5. febrúar 2018 0

Með aukinni tækni hefur verslunarmynstur breyst og færst yfir á netið. Íslendingar hafa verið dálítið seinir að taka við sér að panta af netinu en það er sennilega vegna hversu há gjöld við höfum þurft að greiða. Hefðbundnar verslanir eru að færa verslunarhætti sína yfir á netið samfara hefðbundinni verslun eins og t.d. Netto og smærri verslanir að færa viðskiptin alfarið yfir á netið eins og ég gerði með mína verslun Mstore. Fyrir nokkrum árum varð umbylting í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu og nú verslar fólk heilmikið á netinu og fær sent heim að dyrum. Pantanir eru komnar eftir einungis 1-2 daga og ekkert mál skila og skipta vörum. Pakkarnir koma jafnvel með drónum og mér skilst að fyrirtækið aha á Íslandi sé búið að festa kaup á drónum til að senda mat til viðskiptavina.

Sjálf er ég farin að kaupa ýmislegt á netinu eins og fatnað, matvöru og bætiefni. Ég panta reglulega á iherb og get mælt með því þar sem þeir eru með fínt vöruúrval og þjónustan góð. iherb selur m.a. bætiefni, matvöru, hreinlætisvörur og snyrtivörur. Þeir bjóða að auki svokallaðan 5% „loyality“ afslátt ef það er pantað reglulega þ.e. innan 90 daga, svo er alltaf hægt að finna tilboð og afsláttarkóða víðsvegar á netinu. Ástæðan fyrir því að ég fór að panta á iherb er sú að ég sá að C-vítamín duftið sem ég kaupi reglulega var meira en helmingi ódýrara hjá þeim.

Bætiefnin sem ég kaupi reglulega eru C-vítamín duft (fyrir húðina), B12, D3, magnesíum, Hyaluronic acid (fyrir húðina) og svo önnur vítamín sem ég tek öðru hvoru. Fyrir stuttu prófaði ég Glucosamine Chondroitin MSM með OptiMSMNew Chapter, Zyflamend Whole Body og Bodyflex við gigt og ég er allt önnur (verkirnir farnir). Svo er til heilmikið af alls konar „condiments“ eða meðlæti, prótein- og múslistöngum og hollu snakki. Sem dæmi þá er helmingi ódýrara að kaupa macadamia hnetupoka frá NOW og Chocolate xoxo súkkulaði og svona má lengi telja. Hér að neðan eru vörurnar sem ég keypti í desember sl. og borgaði að mig minnir um 9.500kr. með afslættinum mínum og sendingargjaldið var um 600kr. með DHL.

Til að fá 5% afslátt í fyrsta skipti hjá iherb notið kóðann: RET5559

 

Pixi – Glow Tonic
Tóner með 5% glycolic sýru (alpha hydroxy sýra minni sameindir sem vinna dýpra dýpra).
Gently exfoliates to remove dead skin cells, revealing healthy glowing skin.

Acure Organics – Brilliantly Brightening Facial Scrub
Mér finnst gaman að prófa nýjar snyrtivörur og þessi skrúbb er ódýr og góður.
„Seas“ the day with natural exfoliation from the ocean. Sea kelp super-nutrients soften and detoxify, while lemon peel and French green clay cleanse without stripping away natural moisture.

Mrs. Meyers Clean Day – Scented Soy Candle, Lemon Verbena Scent
Mjög góð kerti á góðu verði og þetta Lemon Verbena kaupi ég fyrir eldhúsið.
 Non-metal lead-free wick. Cruelty-Free and are not tested on animals.

Mrs. Meyers Clean Day – Daily Bar Soap, Basil Scent
Elska þessa sápu með basil og nota hana í sturtunni. Kaupi aftur og aftur!
Aromatherapeutic. Rainforest Alliance Certified. Basil, cool, crisp and fragrant. This favored garden variety is known to revive the senses clear the head and calm the nerves.

GrabGreen – Automatic Dishwashing Detergent Pods, Thyme with Fig Leaf
Þar sem ég hef ekki áhuga á að þvo leirtauið upp úr eitri kaupi ég þetta eiturefnalausa.
Naturally-Derived Ingredients, Non-Toxic Formula, Superior Cleaning, Powerful Grease Remover, Brilliant Shine, Free of Phosphates, No Chlorine or Dyes, Highly Concentrated Dishwashing Detergent Pods, No Animal Testing.

Nutiva – Organic Coconut Manna, Coconut Butter
Þetta er kókos-SMJÖR og ég get hreinlega borðað það upp úr krukkunni það er svo gott.
The creamy, coconut flavor of manna is perfect in smoothies, sauces, desserts and baked goods. It’s the ideal „everything“ spread. Use in place of coconut or almond milk in smoothies.

Hipster kaffihús

Föstudagur 2. febrúar 2018 0

Cereal Killer Cafe  byrjaði sem litið kaffihús í London. Alan og Gary Keery áttu hugmyndina að opna kaffihús og bjóða eingöngu upp á morgunkorn eftir að hafa rekið sig á að geta ekki pantað það á veitingastöðum. Nafnið er auðvitað dálítið skondið þar sem það hljómar eins og serial killer.

Viðskiptavinir geta valið úr yfir 120 tegundum af morgunkorni sem koma víðsvegar að úr heiminum. Sjá matseðilinn hér. Það er iðulega röð út að dyrum og alveg örugglega þess virði að gera sér ferð þangað „when in London“. Góða helgi!

Möndlusjeik

Miðvikudagur 31. janúar 2018 0

1 bolli möndlumjólk
1 msk. möndlusmjör
1 tsk. kókossmjör
1 daðla*
1 banani*
1 tsk. kanill
1-2 tsk. cacao
1 tsk. hunang
1-2 tsk. macaduft
2-3 tsk. chiafræ (gott að láta liggja í bleyti í 10 mín.)

1. Setjið möndlumjólk, möndlusmjör, kókossmjör, döðlu og banana í blandara og blandið saman.

2. Bætið út í hunangi, kanil, cacao, maca og chiafræjum.

3. Það er gott að setja nokkra klaka út í og blanda en passa að blanda ekki of lengi.

*það er hægt að mýkja döðlur í volgu vatni í ca. 10 mínútur og gott að eiga banana í frysti.

Mynd: Pop Sugar

Valentina Becomes Fabulous!

Föstudagur 26. janúar 2018 0

Ég hef alltaf haft gaman af dragförðun, þ.e. ef hún er vel gerð og útkoman falleg. Sömuleiðis hef ég gaman af kvikmyndum sem fjalla um dragdrottningar eins og La Cage aux Folles, The Adventures of Priscilla Queen of the Desert, The Birdcage og Victor Victoria. Ég þyrfti að taka svona hám-horf eina helgi.

Hér er myndband með Valentinu úr RuPauls Drag Race. Hún er frekar fyndin eins og þegar hún er að skyggja andlitið og segir: „I’m completely carved like a thanksgiving turkey“ lol. Góða helgi!

Linda Rodin

Miðvikudagur 24. janúar 2018 0

Ef nafnið Linda Rodin er slegið inn í google og farið í myndir þá sést þar kona sem er alltaf tip-top. Með eigin stíl og alltaf smart enda „fashion icon“. Linda Rodin framleiðir eigin snyrtivörur undir nafninu Roden Olio Lusso og er olían í þeirri línu orðin að svokallaðri „cult product“. Nýlega fór hún að framleiða varablýanta og varaliti. Heimasíðan er geggjuð og þið verðið að skoða myndbandið með nýju varalitunum þar sem allir varalitirnir eru sýndir með misumandi þema. Fyrsti liturinn er t.d. litur sem hún gerði eftir lit sem mamma hennar notaði og heitir „Billie on the Bike“. Mér finnst hann rosalega smart og þessi skærbleiki sem heitir „winks“ eins og hundurinn hennar er líka æði.

Ég hef lesið nokkur viðtöl við hana í gegnum tíðina og það sem ég man eftir er að þegar hún var spurð út í hvað hún borði dags daglega þá sagðist hún yfirleitt borða það sama hvern einasta dag. Hún fær sér einn cappucchino á morgnana (elskar Illy kaffi) og fer svo í göngutúr með hundinn sinn. Í hádeginu fær hún sér lífrænt romaine salat með lágperu og eggi svo á kvöldin fisk, oftast lax með smá sjávarsalti og olívuolíu. Stundum smá brauð og ost og alltaf tvö glös af Sauvignon Blanc.

Hún segist ekki nota farða né mála sig í kringum augun. Eina sem hún notar er varablýantur og varalitur. Hún segist ekki gera neitt sérstakt til að líta vel út (yeah right?). Hún stundar ekki líkamsrækt en segist borða hollt og sofa mjög mikið. Mér finnst hún ótrúlega „cool“ vegna þess að hún hefur sinn eigin stíl og þorir að nota liti og vera öðruvísi.

Myndir: Into The Gloss, Vogue, The Indipendent etc.