Margrét hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem einn færasti förðunarmeistari landsins. Hún hefur starfað sem förðunarmeistari í 22 ár. Árið 2000 hóf hún innfluting á OPI naglavörum og stofnaði naglatækniskólann sem kenndi ásetningu á gel og akrýl. Hún hefur unnið fyrir flest af stóru snyrtivörumerkjunum, m.a. Chanel, Clarins, Dior og Mac. Hún vann með MAC Pro Team við að farða fyrir „Fashion Weeks“ og fleiri stóra viðburði víðsvegar um heiminn eins og fyrir opnunarhátið Olympíuleikana, en þar var sérvalið lið af 35 förðunarmeisturum víðsvegar um heiminn..

Margrét vann við förðun hjá Stöð 2 í nokkur ár og síðar hjá RÚV. Í mörg ár hefur hún farðað fyrir auglýsingar, sjónvarpsþætti, tískusýningar og forsíður tímarita. Hún hefur kennt förðun við EMM School of Make Up og seinna hjá Elite Make Up Academy þar sem hún var skólastjóri og haldið ótal námskeið fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Árið 2006 stofnaði Margrét Make Up Store. Verslunin var fyrst sinnar tegundar á Íslandi þar sem var boðið upp á förðunarkennslu og hópnámskeið. Hún hefur haldið úti föstum pistlum um útlit og förðun fyrir dagblöð og tímarit og reglulega skrifað greinar í ýmis tímarit.

Árið 2020 tók Margrét við sem förðunarstjóri RUV.

Í dag vinnur hún freelance við förðun og hár.