CAESAR SALAT

Miðvikudagur 10. janúar 2018 0

 

Upp á síðkastið er ég búin að geta keypt lífrænt romain salat í Costco. Mér finnst romain salat alveg rosalega gott að ég gæti nánast borðað það daglega. Ég kaupi 2-3 poka í einu og útbý salat fyrir mig og dóttur mína þannig við getum tekið með okkur sem hádegismat.

Ég er með þetta afar einfalt og mér finnst það mjög gott þannig. Eina sem ég nota eru salatblöðin, Follow Your Heart vegan caesar dressing, vegan parmesan og stundum heimagerðir brauðteningar. Þetta útbý ég á morgnana og tekur ekki nema 2-3 mínútur.

Romaine salat inniheldur: A vitamin, C vítamin, trefjar, biotin, járn, omega-3 og margt annað gott.

Mynd: Bon Appétit

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *