SÚRKÁL OG KIMCHI

Föstudagur 19. janúar 2018 0

Fyrir nokkru síðan fór ég að bæta súrkáli inn í mataræðið þar sem það er mjög hollt. Súrkál hjálpar til við að byggja upp og viðhalda hollri magaflóru sem er sagður grunnurinn að góðri heilsu. Súrkál og Kimchi er stútfullt af góðum bakteríum. Ég byrjaði á því að prófa mjög góða tegund á GLÓ. Seinna fann ég nýja tegund úti í matvöruverslun. Það eru meira að segja til ódýrir pokar í grænmetiskælinum úti í næstu matvöruverslun. Ég hef keypt þannig poka og einfaldlega sett súrkálið í glerkrukku og inn í ísskáp. Seinna fann ég grúppu á Facebook og áhuginn minn jókst. Grúppan heitir Súrkál og annað mjólkursýrt grænmeti þar er fólk að pósta ýmsum upplýsingum um hvernig það er hægt að útbúa súrkál.

Garðyrkjufélag Íslands hefur verið með áhugaverð námskeið um gerð súrkáls. Á námskeiðunum er þátttakendum kennt að útbúa súrkál og fá einnig að smakka á 15-20 tegundum af súrkáli. Ég hef ekki komist en er að fylgjast með því mig langar mikið að skrá mig.

Mig langar að prófa mig áfram og er að hugsa um að prófa að búa til Kimchi sem er svipað nema með chili sem sagt sterkt og gott. Ég ætla að prófa þessa uppskrift og sjá hvernig mér tekst til. Þetta er gott að eiga inni í ísskáp sem meðlæti.

Mynd: Jenny Mustard

SAFI FRÁ KIMBERLY SNYDER

Miðvikudagur 17. janúar 2018 0

Kimberly Snyder er þekktur næringarfræðingur. Hún hefur helgað líf sitt til að hvetja aðra til að uppgötva eigið ljós og sanna fegurð. Hún sér um elítuna í Hollywood og hefur skrifað margar metsölubækur eins og The Beauty Detox Solution, The Beauty Detox Foods, The Beauty Detox Power og Radical Beauty. Vogue tilnefndi hana sem eina af árangursríkustu næringarfræðingum nútímans. Kimberly er einnig ástríðufullur sérfræðingur í Kriya, Vinyasa jóga og hugleiðslu.

Kimberly er með podcastið „Beauty inside Out“ og vefsíðuna Kimbery Snyder

Ein þekktasta uppskriftin hennar er „Glowing Green Smoothie“. Vinkona mín í LA sagði mér frá honum og hún drekkur hann á hverjum degi. Hún hefur verið vegan í mörg ár og sver fyrir það að þessi safi sé alveg einstaklega góður fyrir húðina.

Mynd: Kimberly Snyder

REAL YOGA FOR REAL PEOPLE

Föstudagur 12. janúar 2018 0

 

Í mörg ár hef ég stundað alls konar yoga með hléum en lengst þar af hot yoga. Ég hef ekki verið nægilega dugleg í langan tíma og ekki farið nógu vel með mig líkamlega þar sem ég hef unnið of mikið. Ég upplifi mig stirða og að auki komin með slitgigt. Ég hét því að byrja að stunda yoga reglulega á nýju ári.

Ég rakst á þessa skemmtilegu 30 daga áskorun og byrjaði á henni um áramótin. Yogakennarinn Melissa setur inn nýtt myndband daglega og að auki gefur hún allskonar góð ráð í sambandi við heilsu og hreyfingu.

Mynd: Jourdan Dunn

CAESAR SALAT

Miðvikudagur 10. janúar 2018 0

 

Upp á síðkastið er ég búin að geta keypt lífrænt romain salat í Costco. Mér finnst romain salat alveg rosalega gott að ég gæti nánast borðað það daglega. Ég kaupi 2-3 poka í einu og útbý salat fyrir mig og dóttur mína þannig við getum tekið með okkur sem hádegismat.

Ég er með þetta afar einfalt og mér finnst það mjög gott þannig. Eina sem ég nota eru salatblöðin, Follow Your Heart vegan caesar dressing, vegan parmesan og stundum heimagerðir brauðteningar. Þetta útbý ég á morgnana og tekur ekki nema 2-3 mínútur.

Romaine salat inniheldur: A vitamin, C vítamin, trefjar, biotin, járn, omega-3 og margt annað gott.

Mynd: Bon Appétit