Linda Rodin

Miðvikudagur 24. janúar 2018 0

Ef nafnið Linda Rodin er slegið inn í google og farið í myndir þá sést þar kona sem er alltaf tip-top. Með eigin stíl og alltaf smart enda „fashion icon“. Linda Rodin framleiðir eigin snyrtivörur undir nafninu Roden Olio Lusso og er olían í þeirri línu orðin að svokallaðri „cult product“. Nýlega fór hún að framleiða varablýanta og varaliti. Heimasíðan er geggjuð og þið verðið að skoða myndbandið með nýju varalitunum þar sem allir varalitirnir eru sýndir með misumandi þema. Fyrsti liturinn er t.d. litur sem hún gerði eftir lit sem mamma hennar notaði og heitir „Billie on the Bike“. Mér finnst hann rosalega smart og þessi skærbleiki sem heitir „winks“ eins og hundurinn hennar er líka æði.

Ég hef lesið nokkur viðtöl við hana í gegnum tíðina og það sem ég man eftir er að þegar hún var spurð út í hvað hún borði dags daglega þá sagðist hún yfirleitt borða það sama hvern einasta dag. Hún fær sér einn cappucchino á morgnana (elskar Illy kaffi) og fer svo í göngutúr með hundinn sinn. Í hádeginu fær hún sér lífrænt romaine salat með lágperu og eggi svo á kvöldin fisk, oftast lax með smá sjávarsalti og olívuolíu. Stundum smá brauð og ost og alltaf tvö glös af Sauvignon Blanc.

Hún segist ekki nota farða né mála sig í kringum augun. Eina sem hún notar er varablýantur og varalitur. Hún segist ekki gera neitt sérstakt til að líta vel út (yeah right?). Hún stundar ekki líkamsrækt en segist borða hollt og sofa mjög mikið. Mér finnst hún ótrúlega „cool“ vegna þess að hún hefur sinn eigin stíl og þorir að nota liti og vera öðruvísi.

Myndir: Into The Gloss, Vogue, The Indipendent etc.

UPPÁHALDS FYRIR V/S

Mánudagur 15. janúar 2018 0

Uppáhaldsförðunin fyrir vor/sumar 2018 var á sýningu Alexander Wang. Förðunarmeistarinn Diane Kendall notaði NARS snyrtivörur til að ná fram fallegri „dewy“ húð. Húðin var undirbúin með Multi-Action Hydrating Toner, Aqua Gel Luminous Oil-Free Moisturizer, Luminous Moisture Cream og Total Replenishing Eye Cream. Farðinn sem hún notaði er ekki komin á markað en hann heitir Natural Radiant Longwear Foundation, Radiant Creamy Concealer and Soft Velvet Loose Powder.

Til að framkvæma fallegt ferskjulitað „glow“ notaði Diane Orgasm Illuminating Loose Powder á kinnar og augu. Á varirnar notaði hún Orgasm Afterglow Lip Balm. Púðrið og varasalvinn kemur í verslanir í vor.

Reta Remark snyrti neglur og lakkaði með Essie topless & barefoot. Liturinn á að fara öllum húðtónum. Yfir litinn setti hún Essie speedsetter top coat til að fá háglans.

myndir: NARS Cosmetics and Essie

FÖRÐUNARSTRAUMAR V/S

Miðvikudagur 3. janúar 2018 0

Nýja árið mun einkennast af meiri náttúrulegri förðun. Húðin sést meira en ekki svo mikið farðinn. Það að vera með mikið þekjandi farða, mikla skyggingu á augum, teiknaðar augarúnir og mikið afgerandi „highlight“ er í rénun. Í stað þess að nota öll trikkin í bókinni á sama tíma verður frekar lögð áhersla á eitthvað eitt eins og sterkar varir eða þykkan eyeliner eða jafnvel smá glimmer á augu til að setja púnktinn yfir i-ið. þessi mikla „Instagram förðun“ er búin að vera.

Húð: púðuráferð verður ekki mikið sjáanleg. Í staðinn munum við sjá náttúrulegri áferð þar sem t.d. freknur sjást í gegnum farðann. Húðin er meira ljómandi. „Contour“ og „highlight“ víkur enda best að móta andlitið í hófi þannig það sé ekki beinlínis sjáanlegt. Í staðinn fyrir mikið og þétt „highlight“ þá mun gyllt gagnsætt „highlight“ koma sterkt inn.

Kinnar: kinnalitur er ekki mikið áberandi nema kannski í meira náttúrulegum litum eins og ljósum dröppuðum tónum.

Augu: mildir sanseraðir augnskuggar („metal“) eru bornir á yfir allt augnlokið og minna er um það að gera skyggingu með 2-3 augnskuggum. Augnförðunin er einfaldari en þó ef til vill poppuð upp með ljóma inn við augnhvarmana eða með fíngerðu glimmeri. Eyelinerinn er dálítið breyttur og í stað þess að vera fínlegur og enda í spíss þá er hann þykkari og jafnvel stundum dálítið funkí þar sem hann endar í rúning.

Augabrúnir: við elskum enn þykkar augabrúnir. Augabrúnirnar eru náttúrulegri og mega vera villtar en að teikna útlínurnar og fylla mikið inn í er ekki málið núna.

Varir: þessi mikla matta áferð á varalitum verður ekki eins sýnileg og eins og vanalega verða litirnir ljósari fyrir vor/sumar. Einnig verða litamiklir rauðir og bleikir tónar sjáanlegir. Varirlitir fá meiri krem áferð og einnig verður meira um smá glitrandi varagloss.

Myndir: Allure, Glamour, Vogue etc.