Ellie Gill

Mánudagur 23. apríl 2018 0

Um næstu helgi stefni ég á að fara til Bretlands á námskeið hjá förðunarmeistaranum Ellie Gill. Námskeiðið heitir„Natural Beauty“ Master Class og er allt um náttúrulegar snyrtivörur.

Ellie Gill er einnig nuddari og mikil áhugamanneskja um náttúrulegar snyrtivörur eins og ég sjálf þannig ég hlakka mikið til að hitta hana. Ég hef fylgst með henni á Instagram og á You Tube.

Námskeiðið er haldið í bænum Lewis sem er um 90 mín fyrir utan London í eins konar jurtaapóteki sem heitir A.S. Apotheracy. þar eru útbúnar náttúrulegar snyrtivörur, náttúrulegir ilmir og fleira.

Ég flýg til London og ætla að eyða einum degi þar að skoða nokkrar verslanir sem sérhæfa sig í náttúrulegum snyrtivörum. Ég er mjög spennt að fara á námskeiðið og viss um að það verði mjög fróðlegt og skemmtilegt.

Ég mun setja inn myndir í Instastories á @mstoreiceland á Instagram þannig þið getið fylgst með.

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *