Fennel

Miðvikudagur 7. febrúar 2018 0

Þegar ég var að undirbúa matinn í kvöld datt mér í hug að taka myndir af fennelrótinni og setja inn uppskrift af hvernig ég útbý hana sem meðlæti. Rótin er næringarmikil og frábær með ýmsum réttum. Í kvöld setti ég blandað salat á disk með rauðri papriku, tómötum, lágperu, graskersbuffi og heimagerðu grænu pesto. Ég tók myndir af rótinni og eldaði svo matinn fyrir mig og dóttur mína. Þegar við vorum að klára matinn segir dóttir mín „hvar er fennelrótin?“ en ég hafði gleymt henni á eldhúsborðinu eftir að hafa tekið myndirnar. Þar sem okkur finnst hún svo góð borðuðum við hana einfaldlega eftir matinn.

Þegar ég elda rótina þá geri ég það oftast á einfaldan hátt með því að skera hana í sneiðar og mýki á pönnu í góðri olívuolíu með grófu sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar.

Svona til gamans fyrir ykkur sem eigið hunda þá get ég sagt ykkur að þegar ég sker efsta hlutann af rótinni (stangirnar) þá gef ég hundunum mínum þær til að naga og þeim finnst það algjört nammi. Fennelrót er mjög holl fyrir hunda og kemur líka í veg fyrir andremmu.

 

 

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *