Netnámskeið

Föstudagur 25. september 2020 0

Innan skamms mun ég bjóða upp á förðunarnámskeið í beinni á netinu.
Á námskeiðinu mun ég framkvæma förðun sem er einföld og smart. Þátttakendur geta tekið þátt og farðað sig á sama tíma og spurt spurninga. Einnig mun ég fara stuttlega yfir húðumhirðu, mikilvægi hreinna snyrtivara og hvað innihald ber að forðast. Matvæli, bætiefni og jurtir sem fegra húðina.

Með námskeiðinu fylgja afsláttarkóðar á vefverslanir sem bjóða upp á hreinar snyrtivörur.

Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Til að skrá þig er hægt að senda póst á margret@margret.is

Í fjölda mörg ár hef ég starfað við kennslu í EMM School of Make Up og Elite Make Up Academy, haldið ótal námskeið fyrir einstaklinga og stærri námskeið fyrir fyrirtæki.

Árið 2018 sótti ég „Natural Beauty“ Master Class hjá Ellie Gill sem er heildrænn þerapisti í Bretlandi. Síðastliðin tvö ár hef ég lagt áherslu á að bjóða upp á námskeið í notkun náttúrulegra snyrtivara.

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *