Hipster kaffihús

Föstudagur 2. febrúar 2018 0

Cereal Killer Cafe  byrjaði sem litið kaffihús í London. Alan og Gary Keery áttu hugmyndina að opna kaffihús og bjóða eingöngu upp á morgunkorn eftir að hafa rekið sig á að geta ekki pantað það á veitingastöðum. Nafnið er auðvitað dálítið skondið þar sem það hljómar eins og serial killer.

Viðskiptavinir geta valið úr yfir 120 tegundum af morgunkorni sem koma víðsvegar að úr heiminum. Sjá matseðilinn hér. Það er iðulega röð út að dyrum og alveg örugglega þess virði að gera sér ferð þangað „when in London“. Góða helgi!

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *