I am a Sex Goddess

Mánudagur 19. mars 2018 0

 

Ég hef alltaf haft notað og haft áhuga á ilmvötnum sem eru ekki svo auðfáanleg. Ég nota svona 2-4 flöskur af einhverri tegund og svo kaupi ég aðra og breyti til. Stundum kaupi ég aftur eldri tegund ef ég get ekki sleppt og á svona auka, en yfirleitt nota ég einungis einn ilm í einu. Sem unglingur notaði ég lengi ilmvatn frá Agnes B. sem fékkst eingöngu í verslun hennar í Paris. Ég man að það var þvílíkt vesen að nálgast ilmvatnið því það var fyrir tíma internetsins en það gerði það bara enn meira spennandi.

Núna hef ég notað Santal 33 frá Le Labo í mörg ár og búin með fjórar stórar flöskur því ég fíla það svo vel. Santal 33 er það algjör „secret cult“ ilmur og það allra vinsælasta í Los Angeles og víðar. Þar áður notaði ég nokkrar flöskur af Untitled frá Maison Martin Margiela. Ég er endalaust spurð hvaða ilmvatn ég er með þegar ég er með Untitled og Santal 33 enda eru þau bæði einstaklega góð.

Lengi vel notaði ég Moonstone roll-on olíu sem dætur mínar gáfu mér í jólagjöf. Olían var keypt í versluninni Kisunni á Laugavegi þegar sú sæta verslun var starfandi. Eftir það pantaði ég olíuna á vefversluninni Lucky Scent og keypt öll mín ilmvötn þaðan þar sem síðan er afar notendavæn og þjónustan frábær. Nú þarf ég að fara panta Santal 33 aftur því ég get ekki hugsað mér að hætta strax. Kannski ætti ég að kaupa Bergamonte 22 frá La Labo í leiðinni því hún er líka mjög góð. Sennilega meira fyrir sumarið þar sem hún er léttari.

Lucky Scent síðan er með svo greinagóðar upplýsingar um innihaldið að ég hef oft keypt ilmvötn án þess að hafa prófað því ég veit hvaða innihald ég vil hafa. Mýkt, smá krydd eins og sandalwood, cedar, vanilla, jasmine, cedarwood, vetiver, musk og fleira.

Svo sá ég myndband frá Caroline Hirons þar sem hún talar um ilmvatn sem henni finnst geggjað (@ 26:25). Ilmvatnið er frá Neotantric Fragrances og heitir (I am) a Sex Goddess. Reyndar alltaf uppselt allstaðar þannig það hlýtur að vera mjög gott. Um daginn var ég voða glöð að sjá áminningu frá amazon um að eitt glas væri komið í sölu en ég var því miður of sein þannig og nú er ég komin með þráhyggju! Ilmurinn inniheldur:

Top Notes: Peach, Blackcurrant, Pink Pepper, Lemon.
Middle Notes: Tuberose, Jasmine, Raspberry, Rose.
Base Notes: White Musk, Patchouli, Vanilla, Sandalwood.

Í dag fékk ég póst frá fyrrum starfsmanni mínum sem býr í Svíþjóð (ilmvatnið er þaðan) og ég notaði auðvitað tækifærið og spurði hana hvort hún hefði einhvertímann séð þennan ilm? Hún sagðist ganga fram hjá versluninni af og til og það væri lítið mál að kaupa fyrir mig eitt stykki. Nokkrum mínútum seinna seinna sendi hún mér póst og sagðist vera búin að kaupa ilmvatnið! Flaskan er að fara í póst og ég bíð spennt eftir að prófa. Winning!!

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *