iherb í desember

Mánudagur 5. febrúar 2018 0

Með aukinni tækni hefur verslunarmynstur breyst og færst yfir á netið. Íslendingar hafa verið dálítið seinir að taka við sér að panta af netinu en það er sennilega vegna hversu há gjöld við höfum þurft að greiða. Hefðbundnar verslanir eru að færa verslunarhætti sína yfir á netið samfara hefðbundinni verslun eins og t.d. Netto og smærri verslanir að færa viðskiptin alfarið yfir á netið eins og ég gerði með mína verslun Mstore. Fyrir nokkrum árum varð umbylting í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu og nú verslar fólk heilmikið á netinu og fær sent heim að dyrum. Pantanir eru komnar eftir einungis 1-2 daga og ekkert mál skila og skipta vörum. Pakkarnir koma jafnvel með drónum og mér skilst að fyrirtækið aha á Íslandi sé búið að festa kaup á drónum til að senda mat til viðskiptavina.

Sjálf er ég farin að kaupa ýmislegt á netinu eins og fatnað, matvöru og bætiefni. Ég panta reglulega á iherb og get mælt með því þar sem þeir eru með fínt vöruúrval og þjónustan góð. iherb selur m.a. bætiefni, matvöru, hreinlætisvörur og snyrtivörur. Þeir bjóða að auki svokallaðan 5% „loyality“ afslátt ef það er pantað reglulega þ.e. innan 90 daga, svo er alltaf hægt að finna tilboð og afsláttarkóða víðsvegar á netinu. Ástæðan fyrir því að ég fór að panta á iherb er sú að ég sá að C-vítamín duftið sem ég kaupi reglulega var meira en helmingi ódýrara hjá þeim.

Bætiefnin sem ég kaupi reglulega eru C-vítamín duft (fyrir húðina), B12, D3, magnesíum, Hyaluronic acid (fyrir húðina) og svo önnur vítamín sem ég tek öðru hvoru. Fyrir stuttu prófaði ég Glucosamine Chondroitin MSM með OptiMSMNew Chapter, Zyflamend Whole Body og Bodyflex við gigt og ég er allt önnur (verkirnir farnir). Svo er til heilmikið af alls konar „condiments“ eða meðlæti, prótein- og múslistöngum og hollu snakki. Sem dæmi þá er helmingi ódýrara að kaupa macadamia hnetupoka frá NOW og Chocolate xoxo súkkulaði og svona má lengi telja. Hér að neðan eru vörurnar sem ég keypti í desember sl. og borgaði að mig minnir um 9.500kr. með afslættinum mínum og sendingargjaldið var um 600kr. með DHL.

Til að fá 5% afslátt í fyrsta skipti hjá iherb notið kóðann: RET5559

 

Pixi – Glow Tonic
Tóner með 5% glycolic sýru (alpha hydroxy sýra minni sameindir sem vinna dýpra dýpra).
Gently exfoliates to remove dead skin cells, revealing healthy glowing skin.

Acure Organics – Brilliantly Brightening Facial Scrub
Mér finnst gaman að prófa nýjar snyrtivörur og þessi skrúbb er ódýr og góður.
„Seas“ the day with natural exfoliation from the ocean. Sea kelp super-nutrients soften and detoxify, while lemon peel and French green clay cleanse without stripping away natural moisture.

Mrs. Meyers Clean Day – Scented Soy Candle, Lemon Verbena Scent
Mjög góð kerti á góðu verði og þetta Lemon Verbena kaupi ég fyrir eldhúsið.
 Non-metal lead-free wick. Cruelty-Free and are not tested on animals.

Mrs. Meyers Clean Day – Daily Bar Soap, Basil Scent
Elska þessa sápu með basil og nota hana í sturtunni. Kaupi aftur og aftur!
Aromatherapeutic. Rainforest Alliance Certified. Basil, cool, crisp and fragrant. This favored garden variety is known to revive the senses clear the head and calm the nerves.

GrabGreen – Automatic Dishwashing Detergent Pods, Thyme with Fig Leaf
Þar sem ég hef ekki áhuga á að þvo leirtauið upp úr eitri kaupi ég þetta eiturefnalausa.
Naturally-Derived Ingredients, Non-Toxic Formula, Superior Cleaning, Powerful Grease Remover, Brilliant Shine, Free of Phosphates, No Chlorine or Dyes, Highly Concentrated Dishwashing Detergent Pods, No Animal Testing.

Nutiva – Organic Coconut Manna, Coconut Butter
Þetta er kókos-SMJÖR og ég get hreinlega borðað það upp úr krukkunni það er svo gott.
The creamy, coconut flavor of manna is perfect in smoothies, sauces, desserts and baked goods. It’s the ideal „everything“ spread. Use in place of coconut or almond milk in smoothies.

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *