NÝTT ÁR NÝIR TÍMAR

Mánudagur 1. janúar 2018 0

Nú er fyrsti dagur ársins og hér er fyrsta færslan sem ég set inn á bloggið mitt eftir langa pásu.

Ég hóf að blogga árið 2002 og hafði mjög gaman af. Ég var lengi vel ofarlega á vinsældarlista yfir íslenskar vefsíður enda fyrsti íslenski lífstílsbloggarinn. Þá tíðkaðist að vera með blogg á miðlum eins og mbl. og þá var það mest um politík en ég var með mitt eigið lén og bloggaði um allskonar áríðandi málefni að mér fannst eins og og hvaða varalitur væri trendí og hvernig ætti að baka bollakökur a.k.a „Cupcakes“.

Eftir að hafa bloggað í mörg ár var einfaldlega orðið of mikið að gera hjá mér í vinnu þannig ég varð að loka síðunni tímabundið. Ég hef alltaf ætlað mér að byrja aftur og er það fyrst núna sem ég sé fram á að geta það.

Hér get ég láta hugann reika. Ég geri þetta fyrir mig sem afþreyingu eins og einhverskonar dagbók. Ég mun setja inn færslur um hitt og þetta sem ég hef áhuga á eins og færslur um förðun, tísku, hönnun, hollan mat og fleira sem mér finnst skemmtilegt. Ef aðrir hafa líka gaman af þá er það ánægjulegt.

Myndir: Vogue, Architectural Digest, Bon Appétit

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *