Linda Rodin

Miðvikudagur 24. janúar 2018 0

Ef nafnið Linda Rodin er slegið inn í google og farið í myndir þá sést þar kona sem er alltaf tip-top. Með eigin stíl og alltaf smart enda „fashion icon“. Linda Rodin framleiðir eigin snyrtivörur undir nafninu Roden Olio Lusso og er olían í þeirri línu orðin að svokallaðri „cult product“. Nýlega fór hún að framleiða varablýanta og varaliti. Heimasíðan er geggjuð og þið verðið að skoða myndbandið með nýju varalitunum þar sem allir varalitirnir eru sýndir með misumandi þema. Fyrsti liturinn er t.d. litur sem hún gerði eftir lit sem mamma hennar notaði og heitir „Billie on the Bike“. Mér finnst hann rosalega smart og þessi skærbleiki sem heitir „winks“ eins og hundurinn hennar er líka æði.

Ég hef lesið nokkur viðtöl við hana í gegnum tíðina og það sem ég man eftir er að þegar hún var spurð út í hvað hún borði dags daglega þá sagðist hún yfirleitt borða það sama hvern einasta dag. Hún fær sér einn cappucchino á morgnana (elskar Illy kaffi) og fer svo í göngutúr með hundinn sinn. Í hádeginu fær hún sér lífrænt romaine salat með lágperu og eggi svo á kvöldin fisk, oftast lax með smá sjávarsalti og olívuolíu. Stundum smá brauð og ost og alltaf tvö glös af Sauvignon Blanc.

Hún segist ekki nota farða né mála sig í kringum augun. Eina sem hún notar er varablýantur og varalitur. Hún segist ekki gera neitt sérstakt til að líta vel út (yeah right?). Hún stundar ekki líkamsrækt en segist borða hollt og sofa mjög mikið. Mér finnst hún ótrúlega „cool“ vegna þess að hún hefur sinn eigin stíl og þorir að nota liti og vera öðruvísi.

Myndir: Into The Gloss, Vogue, The Indipendent etc.

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *