Möndlusjeik

Miðvikudagur 31. janúar 2018 0

1 bolli möndlumjólk
1 msk. möndlusmjör
1 tsk. kókossmjör
1 daðla*
1 banani*
1 tsk. kanill
1-2 tsk. cacao
1 tsk. hunang
1-2 tsk. macaduft
2-3 tsk. chiafræ (gott að láta liggja í bleyti í 10 mín.)

1. Setjið möndlumjólk, möndlusmjör, kókossmjör, döðlu og banana í blandara og blandið saman.

2. Bætið út í hunangi, kanil, cacao, maca og chiafræjum.

3. Það er gott að setja nokkra klaka út í og blanda en passa að blanda ekki of lengi.

*það er hægt að mýkja döðlur í volgu vatni í ca. 10 mínútur og gott að eiga banana í frysti.

Mynd: Pop Sugar

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *