Óskarinn 2018

Mánudagur 5. mars 2018 0

Það kom mér á óvart hvað mér fannst hár og förðun lítið spennandi þetta árið á óskarsverðlaunahátíðinni í Hollywood. Meira að segja var ég ekkert sérstaklega hrifin af kjólunum þannig ég ætla ekkert að fara út í þetta nánar.

Það voru þó nokkrar sem mér fannst skarta fallegri förðun eins og Emely Blunt, Margot Robbie en sú sem mér fannst bera af var Zendaya. Hún var með brún smokey augu með gylltu ívafi og ljósum varaglossi. Súkkulaðibrúnn kjóll frá Giambattista Valli og hár og skart var alveg „on point“ fyrir mig.

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *