SÚRKÁL OG KIMCHI

Föstudagur 19. janúar 2018 0

Fyrir nokkru síðan fór ég að bæta súrkáli inn í mataræðið þar sem það er mjög hollt. Súrkál hjálpar til við að byggja upp og viðhalda hollri magaflóru sem er sagður grunnurinn að góðri heilsu. Súrkál og Kimchi er stútfullt af góðum bakteríum. Ég byrjaði á því að prófa mjög góða tegund á GLÓ. Seinna fann ég nýja tegund úti í matvöruverslun. Það eru meira að segja til ódýrir pokar í grænmetiskælinum úti í næstu matvöruverslun. Ég hef keypt þannig poka og einfaldlega sett súrkálið í glerkrukku og inn í ísskáp. Seinna fann ég grúppu á Facebook og áhuginn minn jókst. Grúppan heitir Súrkál og annað mjólkursýrt grænmeti þar er fólk að pósta ýmsum upplýsingum um hvernig það er hægt að útbúa súrkál.

Garðyrkjufélag Íslands hefur verið með áhugaverð námskeið um gerð súrkáls. Á námskeiðunum er þátttakendum kennt að útbúa súrkál og fá einnig að smakka á 15-20 tegundum af súrkáli. Ég hef ekki komist en er að fylgjast með því mig langar mikið að skrá mig.

Mig langar að prófa mig áfram og er að hugsa um að prófa að búa til Kimchi sem er svipað nema með chili sem sagt sterkt og gott. Ég ætla að prófa þessa uppskrift og sjá hvernig mér tekst til. Þetta er gott að eiga inni í ísskáp sem meðlæti.

Mynd: Jenny Mustard

SAFI FRÁ KIMBERLY SNYDER

Miðvikudagur 17. janúar 2018 0

Kimberly Snyder er þekktur næringarfræðingur. Hún hefur helgað líf sitt til að hvetja aðra til að uppgötva eigið ljós og sanna fegurð. Hún sér um elítuna í Hollywood og hefur skrifað margar metsölubækur eins og The Beauty Detox Solution, The Beauty Detox Foods, The Beauty Detox Power og Radical Beauty. Vogue tilnefndi hana sem eina af árangursríkustu næringarfræðingum nútímans. Kimberly er einnig ástríðufullur sérfræðingur í Kriya, Vinyasa jóga og hugleiðslu.

Kimberly er með podcastið „Beauty inside Out“ og vefsíðuna Kimbery Snyder

Ein þekktasta uppskriftin hennar er „Glowing Green Smoothie“. Vinkona mín í LA sagði mér frá honum og hún drekkur hann á hverjum degi. Hún hefur verið vegan í mörg ár og sver fyrir það að þessi safi sé alveg einstaklega góður fyrir húðina.

Mynd: Kimberly Snyder

UPPÁHALDS FYRIR V/S

Mánudagur 15. janúar 2018 0

Uppáhaldsförðunin fyrir vor/sumar 2018 var á sýningu Alexander Wang. Förðunarmeistarinn Diane Kendall notaði NARS snyrtivörur til að ná fram fallegri „dewy“ húð. Húðin var undirbúin með Multi-Action Hydrating Toner, Aqua Gel Luminous Oil-Free Moisturizer, Luminous Moisture Cream og Total Replenishing Eye Cream. Farðinn sem hún notaði er ekki komin á markað en hann heitir Natural Radiant Longwear Foundation, Radiant Creamy Concealer and Soft Velvet Loose Powder.

Til að framkvæma fallegt ferskjulitað „glow“ notaði Diane Orgasm Illuminating Loose Powder á kinnar og augu. Á varirnar notaði hún Orgasm Afterglow Lip Balm. Púðrið og varasalvinn kemur í verslanir í vor.

Reta Remark snyrti neglur og lakkaði með Essie topless & barefoot. Liturinn á að fara öllum húðtónum. Yfir litinn setti hún Essie speedsetter top coat til að fá háglans.

myndir: NARS Cosmetics and Essie

REAL YOGA FOR REAL PEOPLE

Föstudagur 12. janúar 2018 0

 

Í mörg ár hef ég stundað alls konar yoga með hléum en lengst þar af hot yoga. Ég hef ekki verið nægilega dugleg í langan tíma og ekki farið nógu vel með mig líkamlega þar sem ég hef unnið of mikið. Ég upplifi mig stirða og að auki komin með slitgigt. Ég hét því að byrja að stunda yoga reglulega á nýju ári.

Ég rakst á þessa skemmtilegu 30 daga áskorun og byrjaði á henni um áramótin. Yogakennarinn Melissa setur inn nýtt myndband daglega og að auki gefur hún allskonar góð ráð í sambandi við heilsu og hreyfingu.

Mynd: Jourdan Dunn

CAESAR SALAT

Miðvikudagur 10. janúar 2018 0

 

Upp á síðkastið er ég búin að geta keypt lífrænt romain salat í Costco. Mér finnst romain salat alveg rosalega gott að ég gæti nánast borðað það daglega. Ég kaupi 2-3 poka í einu og útbý salat fyrir mig og dóttur mína þannig við getum tekið með okkur sem hádegismat.

Ég er með þetta afar einfalt og mér finnst það mjög gott þannig. Eina sem ég nota eru salatblöðin, Follow Your Heart vegan caesar dressing, vegan parmesan og stundum heimagerðir brauðteningar. Þetta útbý ég á morgnana og tekur ekki nema 2-3 mínútur.

Romaine salat inniheldur: A vitamin, C vítamin, trefjar, biotin, járn, omega-3 og margt annað gott.

Mynd: Bon Appétit

GOLDEN GLOBE

Mánudagur 8. janúar 2018 0

Golden Globe verðlaunahátíðin var haldin hátíðleg í gær eins og ár hvert í Hollywood . Eins og vanalega voru gestir hátíðarinnar afar glæsilegir. Eftir að hafa horft á beina útsendingu og skoðað ljósmyndir eftir á þá gat ég ekki annað en sett inn ljósmyndir af konum sem mér fannst skarta fallegri förðun.

Það voru áberandi margar með milda augnförðun og sterkar rauðar varir. Svo voru nokkuð margar sem voru með náttúrulega og minimalíska förðun. Mér fannst hvoru tveggja mjög smart.

Myndir: Glamour, Vanity Fair, Vogue etc.

VEGANÚAR

Föstudagur 5. janúar 2018 0

 

Í byrjun árs er veganúar og ég er að taka þátt.

Ég hef verið grænmetisæta í nokkur ár en þar á undan borðaði frekar lítið kjöt. Ég hef borðað fisk af og til þegar mér hefur verið boðið í mat en lystin hefur þó minnkað. Ástæðan er einfaldlega sú að ég er dýravinur og hef mikinn áhuga á hollu mataræði. Ég hef gaman af því að lesa rannsóknir um hollt mataræði og allt það nýjasta sem ég kemst yfir. Ég er hætt að nota kúamjólk, nota lítið egg en alltaf verið dálítið veik fyrir ostum þannig það er aðeins erfiðara að taka þá út.

Ég er með of háan blóðþrýsting og vanvirkan sjaldkirtil sem ég þarf lyf við. Þess vegna langar mig að bæta mataræðið enn frekar og vonast til að geta hætt á lyfjunum. Þetta gerist ekki á einni nóttu en ég geri mitt besta að borða hreint og minnka allar unnar matvörur og sykur.

Fyrir ykkur sem eruð að velta fyrir ykkur að minnka eða hætta í kjötneyslu, fiski og/eða mjólkurvörum þá er um að gera að kynna sér það með því að  t.d. skrá sig í Vegan Ísland grúppuna á Facebook eða horfa á eitthvað af þessum fínu heimildarmyndum sem eru í boði.

Nýjasta heimildarmyndin heitir „Vegan 2017“ og er á YouTube.

Myndir: Taste

FÖRÐUNARSTRAUMAR V/S

Miðvikudagur 3. janúar 2018 0

Nýja árið mun einkennast af meiri náttúrulegri förðun. Húðin sést meira en ekki svo mikið farðinn. Það að vera með mikið þekjandi farða, mikla skyggingu á augum, teiknaðar augarúnir og mikið afgerandi „highlight“ er í rénun. Í stað þess að nota öll trikkin í bókinni á sama tíma verður frekar lögð áhersla á eitthvað eitt eins og sterkar varir eða þykkan eyeliner eða jafnvel smá glimmer á augu til að setja púnktinn yfir i-ið. þessi mikla „Instagram förðun“ er búin að vera.

Húð: púðuráferð verður ekki mikið sjáanleg. Í staðinn munum við sjá náttúrulegri áferð þar sem t.d. freknur sjást í gegnum farðann. Húðin er meira ljómandi. „Contour“ og „highlight“ víkur enda best að móta andlitið í hófi þannig það sé ekki beinlínis sjáanlegt. Í staðinn fyrir mikið og þétt „highlight“ þá mun gyllt gagnsætt „highlight“ koma sterkt inn.

Kinnar: kinnalitur er ekki mikið áberandi nema kannski í meira náttúrulegum litum eins og ljósum dröppuðum tónum.

Augu: mildir sanseraðir augnskuggar („metal“) eru bornir á yfir allt augnlokið og minna er um það að gera skyggingu með 2-3 augnskuggum. Augnförðunin er einfaldari en þó ef til vill poppuð upp með ljóma inn við augnhvarmana eða með fíngerðu glimmeri. Eyelinerinn er dálítið breyttur og í stað þess að vera fínlegur og enda í spíss þá er hann þykkari og jafnvel stundum dálítið funkí þar sem hann endar í rúning.

Augabrúnir: við elskum enn þykkar augabrúnir. Augabrúnirnar eru náttúrulegri og mega vera villtar en að teikna útlínurnar og fylla mikið inn í er ekki málið núna.

Varir: þessi mikla matta áferð á varalitum verður ekki eins sýnileg og eins og vanalega verða litirnir ljósari fyrir vor/sumar. Einnig verða litamiklir rauðir og bleikir tónar sjáanlegir. Varirlitir fá meiri krem áferð og einnig verður meira um smá glitrandi varagloss.

Myndir: Allure, Glamour, Vogue etc.

NÝTT ÁR NÝIR TÍMAR

Mánudagur 1. janúar 2018 0

Nú er fyrsti dagur ársins og hér er fyrsta færslan sem ég set inn á bloggið mitt eftir langa pásu.

Ég hóf að blogga árið 2002 og hafði mjög gaman af. Ég var lengi vel ofarlega á vinsældarlista yfir íslenskar vefsíður enda fyrsti íslenski lífstílsbloggarinn. Þá tíðkaðist að vera með blogg á miðlum eins og mbl. og þá var það mest um politík en ég var með mitt eigið lén og bloggaði um allskonar áríðandi málefni að mér fannst eins og og hvaða varalitur væri trendí og hvernig ætti að baka bollakökur a.k.a „Cupcakes“.

Eftir að hafa bloggað í mörg ár var einfaldlega orðið of mikið að gera hjá mér í vinnu þannig ég varð að loka síðunni tímabundið. Ég hef alltaf ætlað mér að byrja aftur og er það fyrst núna sem ég sé fram á að geta það.

Hér get ég láta hugann reika. Ég geri þetta fyrir mig sem afþreyingu eins og einhverskonar dagbók. Ég mun setja inn færslur um hitt og þetta sem ég hef áhuga á eins og færslur um förðun, tísku, hönnun, hollan mat og fleira sem mér finnst skemmtilegt. Ef aðrir hafa líka gaman af þá er það ánægjulegt.

Myndir: Vogue, Architectural Digest, Bon Appétit