VEGANÚAR

Föstudagur 5. janúar 2018 0

 

Í byrjun árs er veganúar og ég er að taka þátt.

Ég hef verið grænmetisæta í nokkur ár en þar á undan borðaði frekar lítið kjöt. Ég hef borðað fisk af og til þegar mér hefur verið boðið í mat en lystin hefur þó minnkað. Ástæðan er einfaldlega sú að ég er dýravinur og hef mikinn áhuga á hollu mataræði. Ég hef gaman af því að lesa rannsóknir um hollt mataræði og allt það nýjasta sem ég kemst yfir. Ég er hætt að nota kúamjólk, nota lítið egg en alltaf verið dálítið veik fyrir ostum þannig það er aðeins erfiðara að taka þá út.

Ég er með of háan blóðþrýsting og vanvirkan sjaldkirtil sem ég þarf lyf við. Þess vegna langar mig að bæta mataræðið enn frekar og vonast til að geta hætt á lyfjunum. Þetta gerist ekki á einni nóttu en ég geri mitt besta að borða hreint og minnka allar unnar matvörur og sykur.

Fyrir ykkur sem eruð að velta fyrir ykkur að minnka eða hætta í kjötneyslu, fiski og/eða mjólkurvörum þá er um að gera að kynna sér það með því að  t.d. skrá sig í Vegan Ísland grúppuna á Facebook eða horfa á eitthvað af þessum fínu heimildarmyndum sem eru í boði.

Nýjasta heimildarmyndin heitir „Vegan 2017“ og er á YouTube.

Myndir: Taste

FÖRÐUNARSTRAUMAR V/S

Miðvikudagur 3. janúar 2018 0

Nýja árið mun einkennast af meiri náttúrulegri förðun. Húðin sést meira en ekki svo mikið farðinn. Það að vera með mikið þekjandi farða, mikla skyggingu á augum, teiknaðar augarúnir og mikið afgerandi „highlight“ er í rénun. Í stað þess að nota öll trikkin í bókinni á sama tíma verður frekar lögð áhersla á eitthvað eitt eins og sterkar varir eða þykkan eyeliner eða jafnvel smá glimmer á augu til að setja púnktinn yfir i-ið. þessi mikla „Instagram förðun“ er búin að vera.

Húð: púðuráferð verður ekki mikið sjáanleg. Í staðinn munum við sjá náttúrulegri áferð þar sem t.d. freknur sjást í gegnum farðann. Húðin er meira ljómandi. „Contour“ og „highlight“ víkur enda best að móta andlitið í hófi þannig það sé ekki beinlínis sjáanlegt. Í staðinn fyrir mikið og þétt „highlight“ þá mun gyllt gagnsætt „highlight“ koma sterkt inn.

Kinnar: kinnalitur er ekki mikið áberandi nema kannski í meira náttúrulegum litum eins og ljósum dröppuðum tónum.

Augu: mildir sanseraðir augnskuggar („metal“) eru bornir á yfir allt augnlokið og minna er um það að gera skyggingu með 2-3 augnskuggum. Augnförðunin er einfaldari en þó ef til vill poppuð upp með ljóma inn við augnhvarmana eða með fíngerðu glimmeri. Eyelinerinn er dálítið breyttur og í stað þess að vera fínlegur og enda í spíss þá er hann þykkari og jafnvel stundum dálítið funkí þar sem hann endar í rúning.

Augabrúnir: við elskum enn þykkar augabrúnir. Augabrúnirnar eru náttúrulegri og mega vera villtar en að teikna útlínurnar og fylla mikið inn í er ekki málið núna.

Varir: þessi mikla matta áferð á varalitum verður ekki eins sýnileg og eins og vanalega verða litirnir ljósari fyrir vor/sumar. Einnig verða litamiklir rauðir og bleikir tónar sjáanlegir. Varirlitir fá meiri krem áferð og einnig verður meira um smá glitrandi varagloss.

Myndir: Allure, Glamour, Vogue etc.

NÝTT ÁR NÝIR TÍMAR

Mánudagur 1. janúar 2018 0

Nú er fyrsti dagur ársins og hér er fyrsta færslan sem ég set inn á bloggið mitt eftir langa pásu.

Ég hóf að blogga árið 2002 og hafði mjög gaman af. Ég var lengi vel ofarlega á vinsældarlista yfir íslenskar vefsíður enda fyrsti íslenski lífstílsbloggarinn. Þá tíðkaðist að vera með blogg á miðlum eins og mbl. og þá var það mest um politík en ég var með mitt eigið lén og bloggaði um allskonar áríðandi málefni að mér fannst eins og og hvaða varalitur væri trendí og hvernig ætti að baka bollakökur a.k.a „Cupcakes“.

Eftir að hafa bloggað í mörg ár var einfaldlega orðið of mikið að gera hjá mér í vinnu þannig ég varð að loka síðunni tímabundið. Ég hef alltaf ætlað mér að byrja aftur og er það fyrst núna sem ég sé fram á að geta það.

Hér get ég láta hugann reika. Ég geri þetta fyrir mig sem afþreyingu eins og einhverskonar dagbók. Ég mun setja inn færslur um hitt og þetta sem ég hef áhuga á eins og færslur um förðun, tísku, hönnun, hollan mat og fleira sem mér finnst skemmtilegt. Ef aðrir hafa líka gaman af þá er það ánægjulegt.

Myndir: Vogue, Architectural Digest, Bon Appétit