Tortilla Española

Mánudagur 22. janúar 2018 0

Góður vinur minn bauð mér í mat fyrir stuttu en hann hefur búið á Spáni í mörg ár og eldar alltaf ofboðslega góðan mat. Þetta kvöld gerði hann sveppasúpu og ekta spænska ommelettu.

Ég hef oft heyrt talað um þessa frægu eggjaköku og taldi hana ekkert mikið frábrugna öðrum þar til ég smakkaði. Þessi var einstaklega „fluffy“ og æðislega bragðgóð. Hér er ágæt grein og myndband um hvernig er hægt að ná góðum árangri.

Mynd: Country Living

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *