FÖRÐUNARSTRAUMAR V/S

Miðvikudagur 3. janúar 2018 0

Nýja árið mun einkennast af meiri náttúrulegri förðun. Húðin sést meira en ekki svo mikið farðinn. Það að vera með mikið þekjandi farða, mikla skyggingu á augum, teiknaðar augarúnir og mikið afgerandi „highlight“ er í rénun. Í stað þess að nota öll trikkin í bókinni á sama tíma verður frekar lögð áhersla á eitthvað eitt eins og sterkar varir eða þykkan eyeliner eða jafnvel smá glimmer á augu til að setja púnktinn yfir i-ið. þessi mikla „Instagram förðun“ er búin að vera.

Húð: púðuráferð verður ekki mikið sjáanleg. Í staðinn munum við sjá náttúrulegri áferð þar sem t.d. freknur sjást í gegnum farðann. Húðin er meira ljómandi. „Contour“ og „highlight“ víkur enda best að móta andlitið í hófi þannig það sé ekki beinlínis sjáanlegt. Í staðinn fyrir mikið og þétt „highlight“ þá mun gyllt gagnsætt „highlight“ koma sterkt inn.

Kinnar: kinnalitur er ekki mikið áberandi nema kannski í meira náttúrulegum litum eins og ljósum dröppuðum tónum.

Augu: mildir sanseraðir augnskuggar („metal“) eru bornir á yfir allt augnlokið og minna er um það að gera skyggingu með 2-3 augnskuggum. Augnförðunin er einfaldari en þó ef til vill poppuð upp með ljóma inn við augnhvarmana eða með fíngerðu glimmeri. Eyelinerinn er dálítið breyttur og í stað þess að vera fínlegur og enda í spíss þá er hann þykkari og jafnvel stundum dálítið funkí þar sem hann endar í rúning.

Augabrúnir: við elskum enn þykkar augabrúnir. Augabrúnirnar eru náttúrulegri og mega vera villtar en að teikna útlínurnar og fylla mikið inn í er ekki málið núna.

Varir: þessi mikla matta áferð á varalitum verður ekki eins sýnileg og eins og vanalega verða litirnir ljósari fyrir vor/sumar. Einnig verða litamiklir rauðir og bleikir tónar sjáanlegir. Varirlitir fá meiri krem áferð og einnig verður meira um smá glitrandi varagloss.

Myndir: Allure, Glamour, Vogue etc.

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *