UPPÁHALDS FYRIR V/S

Mánudagur 15. janúar 2018 0

Uppáhaldsförðunin fyrir vor/sumar 2018 var á sýningu Alexander Wang. Förðunarmeistarinn Diane Kendall notaði NARS snyrtivörur til að ná fram fallegri „dewy“ húð. Húðin var undirbúin með Multi-Action Hydrating Toner, Aqua Gel Luminous Oil-Free Moisturizer, Luminous Moisture Cream og Total Replenishing Eye Cream. Farðinn sem hún notaði er ekki komin á markað en hann heitir Natural Radiant Longwear Foundation, Radiant Creamy Concealer and Soft Velvet Loose Powder.

Til að framkvæma fallegt ferskjulitað „glow“ notaði Diane Orgasm Illuminating Loose Powder á kinnar og augu. Á varirnar notaði hún Orgasm Afterglow Lip Balm. Púðrið og varasalvinn kemur í verslanir í vor.

Reta Remark snyrti neglur og lakkaði með Essie topless & barefoot. Liturinn á að fara öllum húðtónum. Yfir litinn setti hún Essie speedsetter top coat til að fá háglans.

myndir: NARS Cosmetics and Essie

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *