VEGANÚAR

Föstudagur 5. janúar 2018 0

 

Í byrjun árs er veganúar og ég er að taka þátt.

Ég hef verið grænmetisæta í nokkur ár en þar á undan borðaði frekar lítið kjöt. Ég hef borðað fisk af og til þegar mér hefur verið boðið í mat en lystin hefur þó minnkað. Ástæðan er einfaldlega sú að ég er dýravinur og hef mikinn áhuga á hollu mataræði. Ég hef gaman af því að lesa rannsóknir um hollt mataræði og allt það nýjasta sem ég kemst yfir. Ég er hætt að nota kúamjólk, nota lítið egg en alltaf verið dálítið veik fyrir ostum þannig það er aðeins erfiðara að taka þá út.

Ég er með of háan blóðþrýsting og vanvirkan sjaldkirtil sem ég þarf lyf við. Þess vegna langar mig að bæta mataræðið enn frekar og vonast til að geta hætt á lyfjunum. Þetta gerist ekki á einni nóttu en ég geri mitt besta að borða hreint og minnka allar unnar matvörur og sykur.

Fyrir ykkur sem eruð að velta fyrir ykkur að minnka eða hætta í kjötneyslu, fiski og/eða mjólkurvörum þá er um að gera að kynna sér það með því að  t.d. skrá sig í Vegan Ísland grúppuna á Facebook eða horfa á eitthvað af þessum fínu heimildarmyndum sem eru í boði.

Nýjasta heimildarmyndin heitir „Vegan 2017“ og er á YouTube.

Myndir: Taste

Engar athugasemdir enn.

Svara

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *